Mest er hrunið Davíð, Flokknum og Stefnunni að kenna. Þessir aðilar bjuggu til jarðveginn og eftirlitsleysið. Eins er það útrásarbófum og bankastjórum um að kenna. Einnig lagatæknum, hagtæknum og bókhaldstæknum hrunsins. Ábyrgð almennings felst mest í að hafa kosið öfgamenn til valda í pólitík áratugina kringum aldamótin. Davíð og Geir voru kosnir, einnig Halldór og Finnur, svo og Ingibjörg og Björgvin. Þremur árum eftir hrunið eru margir kjósendur svo forstokkaðir, að þeir hyggjast áfram kjósa Davíðana, Flokkinn og Stefnuna. Við megum þó ekki gleyma, að pólitískir hægri öfgar voru eldsneyti hrunsins.