Einn helzti höfundur hinnar nýju utanríkisstefnu Bandaríkjanna, Richard Perle, formaður varnarmálanefndar Hvíta hússins og róttækur aðdáandi Ísraels, sagði í morgun í Guardian, að Sameinuðu þjóðirnar séu sem betur fer dauðar, þótt menn muni áfram blaðra eitthvað á allsherjarþinginu. Hann segir, að ný heimsskipan muni rísa á rústum Sameinuðu þjóðanna. Allir vita, að sú skipan felst í, að Bandaríkin ein skipi fyrir og önnur ríki hlýði.