Þagnarmúrinn rofinn

Punktar

Samkvæmt Observer er Sigurður Einarsson grunaður um glæp. Bankastjóri gamla Kaupþings er talinn hafa falsað bókhald í viðskiptum við Khalifa al-Thani. Blaðið segir Hreiðar Má Sigurðsson bankastjóra og Ólaf Ólafsson bankaeigenda einnig verða grunaða. Líka Halldór Bjarkar Lúðvíksson, sem er álitshnekkir skilanefndar bankans, því að hann er yfirmaður hjá henni. Athyglisvert er, að fréttin birtist í brezku blaði. Sýnir vonda stöðu íslenzkra fjölmiðla við fréttalindir hrunsins. Þagnarstefna Ólafs Haukssonar saksóknara hefur gengið of langt. Eins og þagnarstefna sannleiksnefndarinnar magnar hún reiði fólks.