Ísland er með minnstu smáríkjum og má sín einskis hernaðarlega. Í staðinn hefur það talið henta sér að leita skjóls hjá Bandaríkjunum, sem áður voru mildur húsbóndi, en kæra sig nú ekki um neina vini, heldur vilja hafa þræla til að tuska til. Íslandi hentar betur en öðrum ríkjum, að deilur milli ríkja séu ekki leystar með vopnavaldi, heldur með samningaþjarki. Þess vegna á Ísland ekki lengur heima í skjóli heimsveldis, sem gerzt hefur ofbeldishneigðara með árunum, heldur ríkjasamtaka, sem leggja og munu leggja höfuðáherzlu á þjark sem samskiptatæki ríkja. Evrópusambandið er eina stofnunin, sem gæti verið Íslandi skjól á tímum aukinnar áherzlu á ofbeldi. Það er friðarvin á vígvelli ríkisrekinna og einkarekinna hryðjuverka nútímans. Evrópuríki standa í biðröð við að reyna að komast inn í sambandið. Þar eigum við heima.