Samkvæmt skoðanakönnunum hefur Sjálfstæðisflokkurinn enn mikið fylgi, frá 15% upp í 33% eftir því hver reiknar. Allar tölurnar eru mun hærri en flokkurinn á skilið. Flokkurinn einkavinavæddi bankana og setti upp götótt regluverk, sem ekki fann vandamálin. Þau sprungu því í andlit þjóðarinnar. Flokkurinn brenndi peninga þjóðarinnar og hafði af henni æruna. Samt mun hann fá fjölda atkvæða í vor. Það stafar af heimsku kjósenda. Þeir gera sér litla grein fyrir veruleikanum. Um það gildir spakmælið: Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur. Þjóðin sjálf er vanhæf eins og flokkurinn.