Ég þarf að lesa tvo bloggara, sem ekki eru kræktir í Blogg.gattin.net. Það eru Árni Snævarr og Guðbjörg Hildur Kolbeins. Þarf að nota sérstakt forrit, NetNewWire, til að krækja í blogg þeirra. Bið ég þau auka leti mína með því krækja í Blogg.gattin.net. Þar les ég á einum stað alla aðra bloggara, sem ég kæri mig um. Þar eru kræktir rúmlega þúsund nafngreindir bloggarar. Þar af sjást á hverjum degi rúmlega hundrað. Ég les þá alla á lötum degi. Svo hef ég hakað við 45 bloggara, sem ég þarf alltaf að lesa. Blogg.gattin.net er þungamiðja alvörubloggs nafngreindra. Hún er sjálft samtal þjóðarinnar.