Þarf ekki ósigur

Punktar

Gunnar Þorsteinsson predikari, kenndur við Krossinn, þarf sjálfur að borga átján milljón króna lögfræðikostnað sinn. Fær ekki krónu af fimmtán milljón króna skaðabótum, sem hann krafðist fyrir dómi. Aðeins fimm af tuttuguogeinum ummælum, sem hann taldi ærumeiðandi, eru dæmd dauð og ómerk. Þetta er allur sigurinn, sem núna gleður Gunnar. Sé þetta sigur, hvernig væri þá ósigurinn? Pressan og ritstjóri hennar sleppa bærilega, sömuleiðis konur þær, sem lýstu kynferðisáreitni. Þurfa bara að borga sinn lögfræðikostnað, sem að vísu er of hár. Málsvörn er almennt of dýr. Upp í þessa fæst með almennum samskotum.