Þarf pakkið að vita allt?

Fjölmiðlun

Samkomulag er í samfélaginu um, að fjölmiðlar segi fréttir aðeins að vissu marki. Ekki sé fjallað um mál, sem rétttrúnaður hefur ákveðið, að lúti bannhelgi. Af því að samfélagið vill hafa hóf á lýðræði, vill sérstaklega takmarka gegnsæi. Lýðræði byggist auðvitað á sem mestu gegnsæi. Til þess að fólk hafi burði til að breytast úr þegnum í borgara. Gegn þessu hafa risið forsjárhyggja og vandamálafræði. Þessi sjónarmið vilja ákveða, hvernig og hvað sé birt í samfélaginu. Talsmenn þeirra eru sammála slúbbertum um, að fólk eigi að fá sem minnst að vita. Í sumar verður tekizt á um skattskrár.