Þarna er hann Sigurður

Punktar

Ég held, að Sigurður Sæmundsson í Holtsmúla hafi komið á þeim ósið þula á hestamótum að setja persónufornöfn framan við sérnöfn: “Hér kemur hann Sigurður Sæmundsson á honum Suðra frá Holtsmúla.” Hann hefur lengi verið hafður til fyrirmyndar öðrum hestamönnum og þeir apa þessa vitleysu upp eftir honum án hugsunar. Þetta hefur Sigurður lært í Svíþjóð. Á íslenzku þarf ekki á að taka fram, að Sigurður sé ekki kona og að Suðri sé ekki hryssa. En samanlagt fer óralangur tími þula í að endurtaka persónufornöfn í síbylju. Aðeins þulir á hestamótum bulla svona.