Fallinn er meirihluti fyrir eyðileggingu náttúruverðmæta vegna orkuvera og fleiri stóriðjuvera. Helmingur þjóðarinnar er samkvæmt könnunum andvígur virkjun Bjarnarflags. Og helmingur þjóðarinnar er andvígur fleiri álverum en þegar hafa verið reist. Aðeins þriðjungur styður virkjun Bjarnarflags og aðeins þriðjungur styður fleiri álver. Veruleg breyting á þjóðarviljanum, sem rímar að vísu illa við stuðning meirihlutans við flokka stórvirkjana og stóriðju, verðbólguflokkana tvo. Ljóst er þó, að senn má búast við harðnandi styrjöld milli stuðnings og andstöðu við stórvirkjanir og stóriðju.