Þau fara á haugana

Punktar

Bezt er, að hægri sinnuð yfirstéttarpólitík framleiði ekki sérstök íbúðahverfi sérstakra stétta. Til dæmis ekki skattsvikahverfi aflendinga í Garðabæ og fátækrahverfi í Breiðholti. Þetta hefur tekizt, að minnsta kosti í Breiðholti. Stéttaskipting á að hverfa með valdatöku pírata og flutningi stjórnarflokkanna á sorphauga stjórnmálanna. Börn eiga að hafa sömu möguleika í öllum hverfum, sömu möguleika á menntun og heilsu. Við höfum í þrjú ár orðið að þola yfirgang ráðherra með skattsvikareikninga í aflandseyjum. Um helgina fer Sigmundur á sorphaugana og þau Bjarni Ben og Ólöf Nordal vonandi í kosningunum 29. október.