Fólk má að mínu viti nota gróft orðbragð um þann, sem kviksetti hundinn við Kúagerði. Fólk verður að hafa svigrúm til að tjá hug sinn til óhæfuverka. Fordæming ein nægir. Öðru máli gegnir um ýmsar hugmyndir um refsingar, sem sumir hafa sett fram, til dæmis dauðarefsingu. Mér sýnist, að bloggararnir Jóhannes Ragnarsson og Emma Vihjálmsdóttir hafi heimtað, að níðingurinn verði kviksettur. Það er ekki frambærileg krafa og veldur mér óþægindum. Undarlegra finnst mér, að fáir bloggarar hafa fordæmt þessa skoðun þeirra. Fólk, sem heimtar pyndingar og dauðarefsingar, hefur ekki sálarlíf í lagi.