Þau vilja endurkjör

Punktar

Allur þorri alþingismanna telur sér kleift að sækjast eftir endurkjöri að vori. Jafnvel eftirlegukindur siðblinda græðgistímans fyrir hrun. Betra væri að losna við alla slíka, sem virðast telja þorra kjósenda vera út úr hól, kannski réttilega. Enn síður hafa eflt virðingu Alþingis margir þeir, sem komu að sögu á þessu kjörtímabili. Þar eru áhugamenn um málþóf, hávaðaseggir í framíköllum og annars konar slagsmálaseggir. Ástandið á þingi hefur verið gerólíkt samstöðunni í Stjórnlagaráði, sem varð einróma sammála um útkomuna. Fáum okkur gott stjórnlagaráðsfólk á næsta Alþingi í stað pólitískra bófa.