Þefhestar og gaddavírskindur

Hestar

Hef lítið vit á hestum, enda á ég svo fáa, að ég get talið þá. Því kom flatt upp á mig, að þjálfa ætti þefhesta til að finna týnt fólk á fjöllum. Forsíða Fréttablaðsins fjallaði um þetta í gær. Skildist mér, að gangnahestar séu nærri því að þefa fé uppi í haustleitum. Fræði, sem ég hef aldrei heyrt. Brá mér á Google og fann ekkert um þetta, svo að þetta er líklega uppfinning í Borgarbyggð. Fleiri húsdýr en hestar hafa dulda hæfileika. Ég hef lengi haft áhuga á að selja sauðfé til erlendra herja. Kindur hafa dulda hæfileika til að komast yfir rimlahlið og gaddavírsgirðingar. Gagnlegur kostur í innrásum.