Þegar uppboð á fiskikvóta verða tekin upp að færeyskri fyrirmynd, þarf að gera ráð fyrir köldu stríði. Kvótagreifar eru vanir að ráða ferðinni með góðu eða illu. Kannski munu þeir láta sigla skipum til hafnar. Lögin um kvótauppboð eiga að gera ráð fyrir slíkum gagnaðgerðum. Þau geta skilgreint þær sem höfnun á aðild að uppboðum. Séu nokkrar útgerðir samstíga, sé það skilgreint sem samráð um andóf gegn almannahag, sem varði kvótamissi. Stjórnvöld, sem beita lögum um uppboð á kvóta, verða að vera vandlega undir það búin að láta hart mæta hörðu. Kvótagreifar eru frekastir og ósvífnastir allra og skilja ekkert nema hörkuna.