Þótt Guðmundur Magnússon ofurbloggari sé góður, hefði hann gott af að lesa fyrirlestra á vefsvæði mínu. Hefði þá staðreyndir til að reisa á skoðanir um blaðamennsku. Þarf að gera greinarmun á fréttum og skoðunum. Fréttir eru aðallega fréttir og skoðanir eru aðallega skoðanir. Þær eru oftast reistar á staðreyndum, misjafnlega góðum. Þær eru sjaldan fréttirnar sjálfar. Í fréttum er sannreynslan mikilvægust. Skoðanir eru hins vegar afleiðing frétta. Til dæmis blogg. Það felst til dæmis í mati á, hvað sé gott eða vont. Séu þær reistar á slöppum fréttum fer illa. Fyrir Guðmundi og mér.