Þegar rök eru framandi

Punktar

Ef þú tekur þátt í pólitískri umræðu, máttu búast við andspyrnu, sem erfitt er að verjast. Mikill fjöldi fólks veit ekki, hvað rök eru, eða notfærir sér þau ekki. Fullyrðingar án rökstuðnings eru algengar. Sjáðu til dæmis ferð formanns samtaka sauðfjárbænda á fund rektors Háskóla Íslands vegna skrifa Þórólfs Matthíassonar prófessors. Málflutningur formannsins var án nokkurra raka, án nokkurra dæma um rök. Það er tímasóun að rökræða við þá, sem telja fullyrðingar einar og sér vera fullnægjandi. Endurtaka bara bullið eins og páfagaukar. Hvorki er rökhyggja þeim eiginleg né er hún kennd í skólum.