Þei, þei og þei, þei

Punktar

Fáum Bandaríkjamönnum er kunnugt um, að leyniþjónstan CIA hefur samið skýrslu um, að engin merki séu um, að ráðamenn Írans ásælist kjarnavopn. Þessari skýrslu er enn haldið leyndri, þótt The New Yorker hafi skýrt frá innihaldinu á föstudaginn. Á sunnudaginn birti svo fréttatofan Reuters í Englandi frétt um málið. Þaðan rataði hún inn í New York Times og Washington Post á mánudaginn og í Seattle Post Intelligencer á þriðjudaginn. Flestir aðrir fjölmiðlar hafa þagað. Það er ekki von, að Bandaríkjamenn séu fróðir um utanríkismál.