Þeir, sem brutu Írak, eiga að líma það sjálfir, en ekki ætlast til þess af öðrum. Ríki meginlands Evrópu voru yfirleitt andvíg stríðinu gegn Írak og vilja ekki borga endurreisnina. Bandaríkjastjórn verður að snúa sér til þeirra ríkja, sem studdu bramlið, þar á meðal Íslands. Sem stuðningsríki árásarinnar er Ísland siðferðilega skuldbundið til að bæta Írökum brotin með því að punga út vænni summu, svo sem nokkrum milljörðum króna.