Þeir elska fáfræðina

Punktar

Við þurfum ítrekað að láta menn í Bruxelles segja okkur, hver sé samningastaða umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Hér heima fáum við eingöngu véfréttir. Við þurfum að lesa í Stars & Stripes um viðræður um hugsanlega komu bandarísks hers. Hér heima hefur bara ríkt þögnin alger. Við þurfum að lesa í Wikileaks um landráð utanríkisráðuneytisins í málum TISA. Ef við hefðum orðið að treysta á innlendar fréttir, vissum við ekki, að TISA væri til. Ítrekað rekum við okkur á, að pólitíkusar og kontóristar telja brýnast af öllu, að skríllinn hér frétti ekki neitt af neinu. Engin furða þótt fólk trúi ekki einu orði frá valdafólki.