Þeir eru tíu eftir

Punktar

Nú eru dauðir þeir Augosto Pinochet frá Chile og Saddam Hussein frá Írak. Nokkur heimsfræg illmenni eru enn á lífi, brotamenn gegn fjölþjóðalögum um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Í versta hópnum eru tíu landsfeður. Þeir eru í stafrófsröð Tony Blair frá Bretlandi, George W. Bush frá Bandaríkjunum, Hissène Habré frá Tsjad, Kim Jong Il frá Norður-Kóreu, Thomas Lubanga frá Kongó, Alexander Lukasjenko frá Hvítarússlandi, Mengistu Haile Mariam frá Eþiópíu, Robert Mugabe frá Simbabwe, Vladimir Pútín frá Rússlandi og Charles Taylor frá Líberíu.