Því meira sem ég hitti fólk eftir kosningar, því betur finn ég, að ég þekki engan kjósanda Framsóknar. Kannanir sýna líka að fylgið hrynur þar. En hafa þessir brottflúnu gleymt atferli sínu? Annað hvort hafa margir Íslendingar furðulega hæfni til að gleyma gerðum sínum. Eða þá að kjósendur Framsóknar 2013 eru eins konar orkar. Það eru verur úr Tolkien, sem koma upp úr myrkum hellum við mikilvæg tækifæri til að spilla fyrir viti bornu fólki. Meðan Vigdís Hauksdóttir gengur laus erum við rækilega minnt á, að Framsókn var og er bófaflokkur. Sem sérhæfir sig meðal annars í að höfða til fáráðlinga.