Þeir flækja málin

Punktar

Hef heyrt lagatækni segja, að tungumál þeirra sé svona þvælið, svo að ljóst sé, hvað þeir meini. Enginn vafi sé um innihaldið. Því er skrítið að lesa texta lögfræðinga. Sá texti er oftast torskilinn. Það er svo sem ekkert nýtt, gamla stjórnarskráin er svona, forsetinn túlkar hana út og suður. Bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins er af þessum toga. Engir tveir skilja bréfið eins. Sambandið telur, að viðræður hafi verið settar í salt að sinni. Gunnar Bragi telur bréfið þýða viðræðuslit. Fátt verður þó um svör, sé hann spurður um innihald. Líklega er skýringin sú, að markmið höfundanna sé að flækja málið.