Miðstéttarfólk í Hollandi er byrjað að flýja land, reynir að komast til strjálbýlla Norðurlanda, Kanada eða Ástralíu vegna áreitis nýbúa. Morðið á Theo van Gogh kvikmyndamanni hefur flýtt fyrir þessu. Áður voru það einkum bændur, sem flúðu landþrengsli, en nú eru það miðstéttir og vel stætt fólk. Hatur á nýbúum fer ört vaxandi. Holland er orðið meira en fullt, segir þetta fólk. Marlise Simon rekur í New York Times ýmsar sögur fólks, sem hefur ákveðið að flytja til strjálbýlli ríkja. Það líkir lífinu í Hollandi við búsetu í þrýstikatli, sem getur sprungið, hvenær sem er.