Þeir fyrirlíta okkur

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er og hefur alltaf verið innheimtustofnun fyrir fjölþjóðlegt fjármagn. Hann knésetur Ísland ekki af illgirni, heldur til að ná aftur peningum, sem lánaðir hafa verið hingað. Evrópusambandið er ekki heldur illgjarnt, en það hefur tröllatrú á frjálshyggju. Embættismenn þess, ráðherrar, þing þess og ráðherrar aðildarríkja eru á þeim kanti í pólitík. José Manuel Barroso, forseti þess, er frjálshyggjumaður. Engin furða er, að bandalagið höfðar til margra Samfylkingarmanna, sem aðhyllast frjálshyggju. En það er í eðli frjálshyggju að fyrirlíta niðurlægt og afskekkt skítaríki.