Ég trúði, að ríkisstjórnin mundi endurheimta þýfið í samræmi við sáttmála sinn. En hún gerði mistök. Fyrst lét hún nýju bankana hafa tannfé án þess að taka veðin í kvótanum sem greiðslu. Þá hefði hún getað hirt kvótann, gert greifana gjaldþrota og boðið út kvótann. Svo gerði hún Jón Bjarnason að sjávarútvegsráðherra og hann skipaði sáttanefndina skelfilegu. Í stað þess að búa til þjóðarsátt um fyrningu bjó nefndin til sátt hagsmunaaðila um samningaleið. Niðurstaðan er hroðaleg. Þjófarnir, sem stálu kvótanum og þjófsnautarnir, sem tóku þýfið að veði, halda nánast öllum ránsfengnum.