Þeir hata ferðamenn

Punktar

Í Guardian í dag er rækilega skoðuð ein forsendan fyrir því, að ástæða er fyrir Íslendinga að hugsa sig um tvisvar áður en þeir fara í ferðalög til útlanda. Að baki hótelsprengingarinnar í Mombasa í Kenya í gær er umbylt hugarfar staðarmanna. Þar sem áður ríkti friður og sólskin, ríkir nú svartnætti haturs á Vesturlandabúum almennt, ekki bara Bandaríkjamönnum. Þessari breytingu er vel lýst í blaðinu. Íslendingar á ferðalögum geta lent í að þurfa að borga fyrir ofbeldi hins illa öxuls Bandaríkjanna og Ísraels í Palestínu og fyrir leit hrokafullra bandarískra hermanna á sólarströndum að drykkjuskap, vændi og fjárhættuspili, sem grefur undan menningu og hefðum heimamanna. Fyrst var það Balí og nú er það Mombasa. Full ástæða er fyrir íslenzk stjórnvöld að leggja áherzlu á að forðast aðild að yfirgangi og ofbeldi Bandaríkjanna í þriðja heiminum.