Þeir hata neytendur

Punktar

Nokkrir þingmenn vilja herða einokun í sölu á mjólkurafurðum. Fulltrúar í landbúnaðarnefnd Alþingis eru sammála um að níðast á neytendum. Þeir eru: Atli Gíslason formaður, Ásmundur Einar Daðason, Ögmundur Jónasson, Einar K. Guðfinnsson, Jón Gunnarsson, Ólína Þorvarðardóttir, Sigurður I. Jóhannsson. Engin nefndarmaður var andvígur hertri einokun. Nefndin kallaði bara fyrir fulltrúa hagsmuna einokunarinnar, enga fulltrúa neytenda eða markaðarins. Þetta er Alþingi í dag. Fínimenn, sem belgja sig út á tyllidögum, en níðast á fólki í skjóli nefndar. Það er liðið, sem íslenzkir fávitar velja á þing.