Þeir klifra upp á stólinn

Punktar

Merkilegt er, hvernig sumar týpur dragast að ummælum nafnlausra netverja. Þeir opna línur, sem heita “athugasemdir” til að komast í sorann. Ég hins vegar opna aldrei slíkar línur. Ég les bara Egil Helgason sjálfan, en hef engan áhuga á meðfylgjandi athugasemdum annarra. Ég heillast ekki af þeirri tegund kláms. Öðru máli gegnir um Bakkabræður, Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, og Bubba Morthens. Þeir hrista hausinn yfir ógeði, sem þeir hafa sjálfir haft fyrir að opna. Eins og kerlingin, sem klifraði upp á stól til að fylgjast með kynlífi í næsta húsi. Og kvartaði síðan yfir dónaskap fólks.