Peter O’Toole og Helen Mirren og Judi Dench geta leikið, en Leonardo di Capricio og Will Smith geta það ekki. Það segir Charles McNulty í Guardian. Hann segir það stafa af, að brezkir leikarar séu skólaðir, kunni í smáatriðum að beita rödd og líkama. Bandarískir leikarar séu hins vegar illa eða ekki skólaðir, eru kannski frekar valdir út á meintan karisma. Ég sá Peter O’Toole í leikhúsi í London eins og Richard Attenborough, Lawrence Olivier og John Gielgud. Hvorki fyrr né síðar hef ég séð og heyrt aðra eins leikara, sem kunnu sitt fag til þrautar, héldu á salnum í greip sinni.