Íslendingum er illa við, að iðnþjóðir heimsins mengi heimshöf með díoxín og öðrum þrávirkum efnum. Vildu ekki láta þær spilla fiskveiðum og fisksölu okkar. Þetta tókst, Evrópusambandið setti reglur að forskrift Íslendinga. Í framhjáhlaupi er þetta dæmi um áhrif smáríkja á þetta meinta risaskrímsli. Hvað gera Íslendingar svo? Þeir geta auðvitað ekki sjálfir farið eftir eigin reglu. Við erum rugluð og ofurfrek. Fengum undanþágu fyrir sóða á Ísafirði, Eyjum, Klaustri og víðar. Ráðinn var forstjóri Umhverfisstofnunar, sem vill alls ekki ónáða fyrirtæki. Trassaði í þrjú ár að skrúfa fyrir sóðaskapinn.