Þeir nautheimsku

Punktar

Af könnunum má ætla, að mikill fjöldi Íslendinga sé nautheimskur. Styður pólitísku bófana, sem settu okkur á hausinn 2008. Styður þá, sem rústuðu gengi krónunnar og lífskjörum þjóðarinnar. Styður þá, sem tóku fjármagnið fram yfir fólkið og mögnuðu atvinnuleysið. Styður þá, sem berjast gegn eign þjóðarinnar á auðlindum sínum og gegn nýrri stjórnarskrá. Þótt landið rísi núna án aðildar bófaflokksins, hagvöxtur og atvinna eflist. Samt vill fólk efla hrunverja til valda að nýju. Í von um nýja bólgu með nýju lánsfé og skuldum, nýjum viðskiptahalla, nýjum sjónhverfingum og nýjum draumórum.