Gunnar Birgisson svaraði fyrir sig í tveggja síðna viðtali í DV í gær. Þetta var svona Frankín Steiner viðtal, nema hvað Franklín otaði barninu sínu framan í myndavélina. Ég las það tvisvar og snara því hér með yfir á íslenzku: “Greinarnar um mig stafa af öfund í garð Kópavogs. Ég er firna góður, duglegur og siðprúður maður, þekki biskupinn. Mér er sama um gagnrýni, en fjölskylda mín þjáist.” Gunnar hefði mátt hugsa meira um hana, er hann kaus að hafa dólgslæti á oddinum í samskiptum við fólk, fyrirtæki og stofnanir. En hann sakar ekki sig, heldur tímarit, sem öfunda Kópavog.