Skoðanakönnun MMR sýnir, að þeir, sem sátu heima í þjóðaratkvæðagreiðslunni skiptast í sömu hlutföllum og hinir, sem kusu. Marklausar eru því kenningar Gunnars Braga Sveinssonar, Birgis Ármannssonar og annarra pólitískra bófa um, að þeir sjálfir skilji þjóðina betur. Þjóðaratkvæðið gaf skýr skilaboð um, að þjóðin er sátt við uppkast stjórnlagaráðs. Alþingi hefur takmarkað svigrúm til að krukka í niðurstöðunni. Sérstaklega ber að vara meirihlutann á Alþingi við að láta bófaflokka á þingi draga sig út í tímafrekan menúett um efnisbreytingar. Það verður til þess eins, að bófar fella málið á tíma.