Fulltrúar atvinnurekenda skaða lífeyrissjóði. Flytja sjónarmið atvinnulífs, sem vill mikið lánsfé, sérstaklega ef endurgreiðslur eru ótryggar. Þannig lentu sjóðirnir í fjárfestingum í hlutabréfum og öðrum pappírum, sem ekkert eru nema loftið. Ýmis stéttarfélög vilja því eðlilega losna við fulltrúa atvinnurekenda. Telja sjónarmið þeirra ekki fara saman við hag sjóðfélaga. Ennfremur er uppi eðlileg krafa um beina kosningu stjórnarmanna sjóðanna. Það mundi draga úr leynimakki og fjarlægð frá hagsmunum sjóðfélaga. Þeir geta þá sjálfum sér um kennt, ef illa fer. Enda er það bara sanngjarnt.