Stuðningur bandarískra stórblaða við auð og völd leynir sér ekki. Álitsgjafar þeirra eru einum rómi sammála um, að Clinton hafi staðið sig betur en Sanders á umræðufundi forsetaefna. Aftur á móti eru allir vísindalega valdir fókushópar einum rómi sammála um, að Sanders hafi gengið betur. Þetta sýnir, að hefðbundnu fjölmiðlarnir gefa allir sem einn falsaða mynd af veruleikanum, þar á meðal New York Times og CNN. Þessir fjölmiðlar eru allir sammála um, að Sanders sé utan við rammann, öfgafullur sósíalisti, sem muni koma þjóðinni á kaldan klaka. Sömu sögu er að segja frá Bretlandi, þar sem Guardian heldur uppi árásum á Corbyn.