Hagkerfi Evrópusambandsins er fimmtán sinnum stærra en hagkerfi Rússlands, sem er á stærð við Belgíu og Holland. Rússland stjórnar samt Evrópu með því að skammta þangað olíu. Pútín, hinn nýi Stalín, notar olíuviðskipti til að kúga Evrópu til hlýðni við sig. Öflugasta hagkerfi heimsins hefur fallið í refagildruna. Evrópusambandið kemur ekki fram sem ein heild fyrir hönd Evrópu, heldur eru fulltrúar einstakra ríkja í biðröð í Kreml með hattinn í hendinni. Fyrir efnahag og lýðræði Evrópu er brýnt að færa utanríkismál frá smáríkjum til risans, Evrópusambandsins, sem ekki þarf að sleikja Pútín.