Þeir verja morðin í Moskvu

Punktar

Hinir stríðsglöðu kalla það “collateral damage” eða óviðkomandi manntjón. George W. Bush í Bandaríkjunum og Tony Blair í Bretlandi hafa báðir varið stórkarlalega klaufabárðaárás rússneskra öryggissveita á leikhúsið, þar sem ópíumgas (sjá BBC) drap ekki færri en 120 saklausa borgara. Og þar sem rússnesk stjórnvöld hindruðu lækna við björgun almennra borgara með því að neita að segja þeim (sjá Guardian), hvaða eitur hafði verið notað. Blair afsakar meira að segja morðin í Moskvu með því, að svona aðgerðir hljóti alltaf að vera áhættusamar. Kuldaleg viðbrögð tveggja stríðsglaðra leiðtoga, sem bera of litla virðingu fyrir mannslífum, hljóta að vekja spurningar. Til dæmis um, hvers konar “óviðkomandi manntjón” sé afsakanlegt. Mundu Bush og Blair verja svona klúður heima fyrir?