Þeir völdu dópsalana

Punktar

Neðanjarðarhagkerfið á Íslandi er 63 þingmönnum að kenna. Þeir eru að vísu sáttir við, að ríkið höndli hættulegustu fíkniefnin, áfengi og tóbak. En önnur fíkniefni láta þeir eftir neðanjarðarhagkerfinu. Það mundi hverfa, ef ríkið fengi að höndla fíkniefni almennt. Þá mundu dópsalar og handrukkarar hverfa og siðferði þeirra um leið. Þeir yrðu að selja bimmana sína og fólk mundi hía á þá. En þingmennirnir hafa ákveðið, að dópsalar og handrukkarar skuli vera helztu höfðingjar landsins. Þeir megi hafa um sig hirðir, sem taka reglur neðanjarðarhagkerfisins fram yfir lög og rétt samfélagsins.