Hálftíma lestur á New York Times eða Wall Street Journal eða Washington Post ætti að geta sannfært fólk um, að góð blaðamennska sé til í heiminum. Þar eru skýrar fréttir á góðu máli um hvaðeina, sem er ofarlega á baugi í Bandaríkjunum og erlendis. Hverjir voru á vaktinni í Watergate, hverjir vöktuðu stríðið í Víetnam? Hverjir sögðu frá Iran-Kontra hneykslinu, hverjir lýstu hruni Sovétríkjanna, Persaflóastríðinu, auknum mun fátækra og ríkra. Það voru auðvitað fréttamiðlarnir. Sömu stofnanir og unga fólkið hafnar, þegar það snýr sér að Survivor og Silvíu Nótt.