Þeir voru engir riddarar

Punktar

Skeifur voru notaðar í Evrópu fyrir upphaf Íslandsbyggðar og ístöð komust í notkun við upphaf Íslandsbyggðar. Tréhnakkar eru mun eldri. Allt mælir með, að Íslendingar sögualdar hafi haft aðgang að sömu reiðtækni og Evrópumenn þess tíma. Þá voru há-miðaldir og riddarar urðu sterkasta vopnið í bardögum og styrjöldum. Norrænir menn tóku sem víkingar þátt í hringiðu átaka. Ekkert bendir hins vegar til, að riddaramennska hafi komið til Íslands. Bardagamenn Íslendingasagna og Sturlungu vildu ekki láta koma að sér á hestbaki. Þeir stigu ætíð af baki til að berjast, hvort sem var með vopnum eða grjótkasti.