Um allan heim er hefðbundið og hagkvæmt, að umboðsmenn þrengstu hagsmuna villa á sér heimildir í pólitík. Þannig var staðan líka lengst af hér á landi. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn höfðu helmingaskipti á herfangi skömmtunar, gengislækkana og annarrar hagstjórnar. Bjálfarnir, sem ganga undir heitinu kjósendur, létu þetta viðgangast. Gerðu góðlátlegt grín að þessu eins og heiti spillingarinnar sýnir. Nú eru umboðsmenn sérhagsmuna alveg hættir að nenna að standa í undirferli og feluleik. Koma á Alþingi hreint og klárt fram sem einbeittir þjóðaróvinir. Og kjósendum er enn sama.