Geir Haarde fékk sinn væga landsdóm, sem var staðfestur af Mannréttindadómstóli Evrópu. Afplánaði síðan á lögfræðistofu og verðlaunaður með sendiherraembætti í Washington. Ætla mætti, að nóg væri búið að hossa þessum miður hæfa hrunverja. Nei, aldeilis ekki. Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkur Sigmundar Davíðs og Flokkur fólksins, það er Ingu Sæland, hafa lagt fram þingmál um, að alþingi biðji Geir afsökunar á kárínum hans. Fyrir utan að vera hlægilegt þingmál, er það sönnun þess, að smáflokkarnir tveir eru undir pilsfaldi bófaflokksins. Inga Sæland hafði áður greitt atkvæði gegn háskatti auðgreifa. Þetta eru allt þénarar auðgreifanna.