Þensla ríkisbáknsins

Punktar

Risavaxið ríkiskerfi er einn helzti efnahagsvandi Bandaríkjanna og Evrópu. Ríkisbáknið þenst út samkvæmt lögmálum Parkinsons og Péturs. Velferð eykst samt ekki í sama mæli, því að stækkunin gerist mest í miðlægum stofnunum, sem ekki koma nálægt almenningi. Ekki á sjúkrahúsum eða í skólum, heldur í stofnunum, sem skipuleggja velferðina. Engin regla er sjáanleg um, hvers konar pólitík stuðlar að bákninu. Hægri flokkar eru ekki síður sekir en vinstri flokkar. Hægri flokkar eru að því leyti skæðari, að þeir afneita staðreyndum og lækka skatta á ofurtekjur. Auka því hallarekstur kerfisins.