Þriðja flokks pólitíkusar eru í boði vonlausra kjósenda, sem hrífast af hressum siðblindingjum. Rannsóknablaðamennsku er hafnað af lesendum, sem nenna ekki að láta truflast. Framgangur í viðskiptum og fjármálum næst aðeins með siðblindu. Eftirliti með siðblindu er hafnað af vonlausum kjósendum, sem vilja „kötta krappið“. Einn hæstaréttardómur gegn siðblindu og tvö fréttablöð í rannsóknum mega síns lítið gegn massífri heimsku alls almennings. Flest, sem aflaga fer í samfélaginu, er á ábyrgð fólks, sem er ekki hæft til að lifa við lýðræði. Við getum endalaust skammað siðblindingja, en vandann er að finna hjá almenningi.