Orðið rasisti á uppruna sinn í þeirri gömlu trú, að svonefndir kynþættir væru misjafnir. Í gamla daga snerist málið í Bandaríkjunum um svarta og hvíta. í Evrópu um gyðinga og síðar um múslima. Nú er hugtakið víðara, rasismi talinn felast í að óttast og hata framandi húðlit eða þjóðerni, tungu eða menningu, trú eða siði. Fræðimenn hafa kafað dýpra í viðhorfið. Komizt að raun um, að rasismi felst í ótta við hið ókunna og hatur á því. Margir eru einfaldlega hræddir við lífið og tilveruna og varpa eigin vanda á ákveðinn hóp. Þetta eru allt réttnefndir rasistar. Og ekki síður Framsóknarfólk, sem vill æsa þá upp.