Þjóðrembu kalla ég, þegar pólitíkusar fiska í gruggugu og fara að predika, að Íslendingar séu mestir og beztir allra. Frægastir slíkra eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ólafur Ragnar Grímsson. Skyldur er rasismi fólks á borð við Viðar Guðjohnsen borgarframbjóðanda. Lítur á sumar þjóðir, einkum í Austur-Evrópu, sem óæðri hópa, sem beri hingað glæpi og sjúkdóma. Svo eru þjóðernissinnar, sem ýkja minna í oflofi um Íslendinga og í fordómum um útlenda. Evrópuhatarar eru skrítinn sérhópur. Skæðastir eru þjóðrembingar. Þeir hafa uppgötvað leiðina að hjarta heimskra Íslendinga og notfæra sér.