Greiði alþingi ekki atkvæði um nýja stjórnarskrá, felur það í sér svik við gefin loforð. Sumir kjósendur vilja gjarna vita, hvaða þingmenn þetta séu, sem hindra framgang málsins. Líklegast er þögult samkomulag á þingi um að hlífa þingmönnum við vitneskju fólks. Ábyrgðin færist þá yfir á alþingi í heild. Þá verður það kosningamál að berjast gegn endurkjöri allra, sem nú sitja á alþingi. Alvarlegt er að setja í gang yfirgripsmikið ferli nýrrar stjórnarskrár og fallast svo hendur, þegar til kastanna kemur. Þingmenn mega alls ekki geta falið sig bak við plott Árna Páls um enga atkvæðagreiðslu.