Tilraun Katrínar Jakobsdóttur til ríkisstjórnar með bófaflokknum og Framsókn er feigðarflan. Fylgið hrynur af flokki hennar. Komizt hefur upp um Vinstri græn sem íhald, arftaka Þjóðvarnarflokks og Möðruvellinga, hvorki vinstri né græn. Síðan herinn flúði, hefur VG lítinn tilgang. Er að minnsta kosti ekki sósíal. Hvernig sem þessar viðræður fara, verður flokkurinn tapari. Annað hvort varahjól bófa eða meðal jafningja í stjórn smáflokka. Hið mikla traust Katrínar er gufað upp, er fólk sá, að fyrsta tilraun hennar var öll í plati. Teflon er ekki án enda. Trúin bliknar, þegar ekkert gengur, samt daglega allt sagt vera í góðum gír og gangi.