Oddvitar ríkisstjórnarinnar hafa fundið út, að 30% eða 44% forgjafir dugi ekki til að koma í veg fyrir, að lögin um fjölmiðla verði felld í þjóðaratkvæði í ágúst. Þess vegna hafa þeir ákveðið að hindra atkvæðagreiðsluna með því að draga lögin til baka og leggja þau síðan aftur fram sem ný. … Í stað þess að sumarþing ákveði, hvernig þjóðaratkvæðið fari fram, á það með einnar nætur fyrirvara að taka fyrir nýtt lagafrumvarp, sem að 95% leyti er sama frumvarpið. Þetta er ekki bara tveggja manna æði, heldur tveggja þingflokka æði, því að þingflokkar stjórnarinnar hafa samþykkt aðferðina. …